Kosið aftur milli Eiríks og Kristjáns

Talningu atkvæða í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi lokið. Kosið var milli þriggja frambjóðenda og fékk enginn þeirra meirihluta atkvæða.

Sr. Kristján Björns­son sókn­ar­prest­ur í Eyr­ar­bakka­prestakalli, sr. Ei­rík­ur Jó­hanns­son, fyrrverandi prestur í Hruna og sr. Axel Árna­son Njarðvík, héraðsprest­ur á Suður­landi voru til­nefnd­ir sem hæf­ir fram­bjóðend­ur í vor, en kjörið fór fram sam­kvæmt nýj­um regl­um kirkjuráðs.

Atkvæði féllu þannig að Axel hlaut 95 atkvæði, Eiríkur Jóhannsson 234 atkvæði og Kristján 247 atkvæði. Samkvæmt því hlaut enginn meirihluta atkvæða og verður kosið að nýju á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu þ.e. Eiríks og Kristjáns.

Á kjörskrá voru 979 manns og var kosningaþátttaka var um 62%. Alls bárust 605 atkvæði. Ógild atkvæði voru 24 og auðir seðlar 5.

Fyrri greinPíratar birta endanlegan lista
Næsta greinDagný bandarískur meistari