Jökullinn hopaði um 60 metra á milli ára

Hin árlega jökulmæling 7. bekkjar Hvolsskóla á Sólheimajökli fór fram miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Þetta er í áttunda sinn sem hop jökulsins er mælt.

Hopið mældist vera um 60 m milli áranna 2016 og 2017 og dýpt lónsins er milli 55-60 m. Jökullinn mælist hafa hopað um alls 270 m frá því mælingar hófust haustið 2010.

Mælingin gekk mjög vel með aðstoð góðra manna úr björgunarsveitinni Dagrenningu. Allir fóru svo að lokum í skoðunar- og skemmtisiglinu á lóninu.

Gögn um mælinguna eru svo kynnt í skólanum með myndum og einnig var tekið sýnishorn af jöklinum, stór ísmoli sem var til sýnis meðan hann entist.


Jökullinn hefur hopað um 58,7 metra á milli ára og alls 270 metra frá 2010.

Fyrri greinRichardson með geggjað framlag í tapleik
Næsta greinPíratar birta endanlegan lista