Segja ökumenn í stórhættu á Laugarvatnsvegi

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Menntaskólinn að Laugarvatni.

Foreldrafélag Menntaskólans að Laugarvatni skorar á samgönguyfirvöld að sjá til þess að Laugarvatnsvegur nr. 37 frá Svínavatni að Laugarvatni fái eðlilegt viðhald, enda er vegurinn orðinn stórhættulegur og hefur ekki fengið viðhald svo árum skipti.

Þetta kemur fram í ályktun foreldrafélagsins, FOMEL, sem haldinn var fyrir skömmu.

„Allir vegfarendur, en þó sérstaklega ungir og reynslulitlir ökumenn eru í stórhættu á ferð um veginn,“ segir ennfremur í ályktuninni.

Þá fagnar fundurinn því að komin sé lausn á aðgengi nemenda menntaskólans að íþróttamannvirkjum á Laugarvatni, enda sé íþróttastarf eitt af lykilatriðum í góðu skólastarfi sem og mannlífi á svæðinu.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti