Vék fyrir kú og velti hjólinu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrjú slys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Í einu tilfellinu rákust speglar bifreiða sem mættust saman og brotnaði hliðarrúða í annarri bifreiðinni.

Slysið varð á Suðurlandsvegi við Keldunúp og fengu bæði ökumaður og farþegi aðskotahluti úr speglunum í andlit og háls.

Þá slasaðist bóndi í Vestur-Skaftafellssýslu við akstur fjórhjóls á túni en hjólið valt þegar hann sveigði frá kú sem gekk í veg fyrir hann. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti