Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Lárus, Anna og Magnús eru komin áfram í Útsvarinu. Ljósmynd/RÚV

Lið Rangárþings eystra vann góðan sigur á Árborg í æsispennandi Útsvarsþætti í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

 Lokatölur urðu 63-50 en Rangæingar tryggðu sér sigurinn á síðustu spurningu eftir að Árborg hafði leitt keppnina lengst af.

Lið Árborgar skipa þau Jakob Ingvarsson, Sigurður Bogi Sævarsson og Jóna Katrín Hilmarsdóttir en í liði Rangárþings eystra eru Lárus Bragason, Magnús Halldórsson og Anna Runólfsdóttir.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti