Ók á handrið Ölfusárbrúar á 100 km/klst hraða

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Ölfusárbrú. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bifreið var ekið á miklum hraða á handrið Ölfusárbrúar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Ökumaðurinn hljóp af vettvangi en gaf sig fram við lögreglu rúmlega fjórum tímum seinna.

Hann reyndist sviptur ökuréttindum.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé ekki grunaður um að hafa verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna en sjálfur taldi hann að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 100 km/klst þegar slysið varð.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti