Þyrla kölluð til eftir bílveltu við Þórólfsfell

Fimm voru fluttir til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að bíll valt á línuveginum við Þórólfsfell á Biskupstungnaafrétti síðastliðið föstudagskvöld.

Fimm voru í bílnum og var einn farþeganna borinn um borð í þyrluna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hann með höfuðáverka en mun hafa sloppið betur en á horfðist. Hinir fjórir voru lítið eða minna meiddir.

Útkall vegna slyssins barst rétt eftir klukkan 20:00 og meðal annars fóru björgunarsveitarmenn úr Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum frá Selfossi.

Fyrri greinOddný áfram efst – Njörður nýr í 2. sæti
Næsta greinEinar ráðinn íþróttastjóri HSÍ