Oddný áfram efst – Njörður nýr í 2. sæti

Oddný G. Harðardóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Samfylkingin í Suðurkjördæmi hélt fjölmennan kjördæmisfund í Reykjanesbæ í kvöld þar sem framboðslisti var kynntur og samþykktur.

Njörður Sigurðsson sagnfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði skipar annað sætið á listanum, Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi í Árborg er í þriðja sæti, fjórða sætið skipar Marinó Örn Ólafsson háskólanemi frá Reykjanesbæ.

Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, skipaði 2. sæti listans í fyrra, Arna Ír var í 3. sæti og Marinó þá í 8. sætinu. Samfylkingin náði einum manni inn í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum, en Oddný fékk þá uppbótarsætið í kjördæminu.

Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi:

  1. Oddný G. Harðardóttir – Alþingismaður, Garði
  2. Njörður Sigurðsson – Sagnfræðingur og bæjarfulltrúi, Hveragerði
  3. Arna Ír Gunnarsdóttir – Félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg
  4. Marinó Örn Ólafsson – Háskólanemi, Reykjanesbær
  5. Guðný Birna Guðmundsdóttir – Hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, Reykjanesbær
  6. Miralem Haseta – Húsvörður í Nýheimum, Höfn í Hornafirði
  7. Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjar
  8. Guðmundur Olgeirsson – Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn
  9. Borghildur Kristinsdóttir – Bóndi, Landsveit
  10. Ástþór Tryggvason – Nemi og þjálfari, Vík í Mýrdal
  11. Jórunn Guðmudsdóttir – Stjórnarmaður í Öldungaráðui Suðurnesja, Sandgerði
  12. Valgerður Jennýardóttir – Leiðbeinandi á leikskóla, Grindavík
  13. Ólafur H. Ólafsson – Háskólanemi, Árborg
  14. Símon Cramier – Framhaldsskólakennari, Reykjanesbær
  15. Jóhanna Sigurbjörnsdóttir – Fótaaðgerðafræðingur og háskólanemi, Reykjanesbær
  16. Ingimundur Bergmann – Vélfræðingur, Flóahreppi
  17. Krsitín Á. Guðmundsdóttir – Formaður Sjúkraliðafélagsins Árborg
  18. Kristján Gunnarsson – Fyrrverandi alþingismaður Reykjanesbær
  19. Karl Steinar Guðnason – Fyrrverandi alþingismaður, Reykjanesbær
  20. Margrét Frímannsdóttir – Fyrrverandi alþingismaður
Fyrri greinUpplestur og útgáfuhóf í Gunnarshúsi
Næsta greinÞyrla kölluð til eftir bílveltu við Þórólfsfell