Falsaðir fimmþúsundkallar í umferð

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Fimmþúsundkall. Ófalsaður. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimm tilkynningar bárust í síðustu viku til lögreglunnar á Suðurlandi um að greitt hafi verið fyrir vörur eða þjónustu á Selfossi og í Hveragerði með fölsuðum 5.000 krónu seðlum.

Lögreglan hvetur til þess að vera á varðbergi vegna þessa en fleiri mál sama eðlis hafa komið upp á liðnum vikum í öðrum lögregluumdæmum.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að seðlarnir séu ágætlega prentaðir en við skoðun er fölsunin augljós með berum augum.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti