Jasmina leiðir lista BF

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú síðdegis sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum, fyrir Alþingiskosningar 2017. Jasmina Crnac leiðir listann í Suðurkjördæmi.

Jasmina skipaði fjórða sæti listans í Alþingiskosningunum í fyrra en þá var Páll Valur Björnsson oddviti listans. Björt framtíð náði ekki manni inn í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum og Páll Valur hefur nú gengið til liðs við Samfylkinguna.

Sex efstu á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi eru þessi:
1. Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi í Reykjanesbæ
2. Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis
3. Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ
4. Drífa Kristjánsdóttir, bóndi á Torfastöðum í Biskupstungum
5. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari á Selfossi
6. Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari á Selfossi

Fyrri greinFeðgar á ferð og flugi
Næsta greinFalsaðir fimmþúsundkallar í umferð