Bjóða ekki fram í Suðurkjördæmi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alþýðufylkingin mun ekki bjóða fram í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum flokkurinn tefldi fram lista í fyrra.

Alþýðufylkingin mun bjóða fram í fjórum kjördæmum í komandi kosningum; Reykjavíkurkjördæmum, Kraganum og Norðausturkjördæmi. Guðmundur Sighvatsson í Reykjanesbæ var oddviti Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi í fyrra.

Þá hefur Dögun ákveðið að bjóða ekki fram á landsvísu í komandi kosningum. Félagsmenn í einstökum kjördæmum hafa þó frjálsar hendur um framboð undir listabókstaf flokksins. Í fyrra leiddi Sturla Jónsson lista Dögunar í Suðurkjördæmi.

Fyrri greinAri Trausti efstur hjá Vinstri grænum
Næsta greinAð greinast með krabbamein