Smári leiðir Pírata áfram

Alls greiddi 81 atkvæði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Smári McCarthy leiðir listann.

Smári var oddviti Pírata í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum í fyrra og þá skipaði Oktavía Hrund Jónsdóttir 2. sætið en hún gaf ekki kost á sér núna. Álfheiður Eymarsdóttir, sem varð í 2. sæti í prófkjörinu nú, skipaði 4. sætið á lista Pírata í fyrra.

Þórólfur Júlían Dagsson sóttist eftir 1.-2. sæti í prófkjörinu en hafnaði í þriðja sæti og ákvað í framhaldinu að taka ekki sæti á lista.

Fimm efstu á lista Pírata í Suðurkjördæmi verða þessi:

1. Smári McCarthy
2. Álfheiður Eymarsdóttir
3. Fanný Þórsdóttir
4. Albert Svan SIgurðsson
5. Kristinn Ágúst Eggertsson

Nítján manns voru í framboði og enn á eftir að staðfesta sæti neðar á listanum og geta þau því tekið breytingum.

Fyrri greinMagdalena valin best í 1. deildinni
Næsta greinRaw kókos Bounty bitar