Sævar Logi nýr formaður HSSH

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Ný stjórn Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. Sævar formaður er þriðji frá hægri á myndinni. Ljósmynd/HSSH

Sævar Logi Ólafsson var kosinn formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði á aðalfundi sveitarinnar í gærkvöldi.

Ásgeir Ásgeirsson lét af starfi gjaldkera eftir farsælt starf í áratug en heldur áfram í stjórn sem meðstjórnandi. Nýr gjaldkeri er Gísli Páll Pálsson.

Auk þeirra þriggja skipa stjórnina Benidikt Sigurbjörnsson, varaformaður, Gunnar Ingi Widnes Friðriksson, ritari og Bragi Jónsson, varamaður.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti