Strókur fær styrk frá TRS

TRS gaf Stróki tvær nýjar og öflugar borðtölvur ásamt prentara með innbyggðum skanna á dögunum. Klúbburinn Strókur er opinn öllum þeim sem eiga eða hafa átt við geðræn vandamál að stríða eða eru félagslega einangraðir.

Klúbburinn var stofnaður á Selfossi vorið 2005 og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt síðan þá og félagar í dag er rúmlega 60 talsins. Starfssvæðið er Árnessýsla, Rangárþing og Vestur-Skaftafellssýsla. Klúbburinn rekur heimili að Skólavöllum 1 á Selfossi þar sem félagsmenn fá aðstoð og uppörvun til að takast á við hið daglega líf.

Auk þess að gefa búnaðinn gaf TRS einnig alla vinnu rafvirkja og tæknimanna við að setja búnaðinn upp.

„Það er okkur sönn ánægja að styrkja hið góða starf sem unnið er af klúbbnum Stróki og vonumst við til þess að tölvurnar og prentarinn komi að góðum notum,“ segir í frétt frá TRS.

Fyrri greinStór skellur á heimavelli
Næsta greinSkeiðavegi lokað vegna olíuleka