Skoða göng milli lands og Eyja

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra mun skipa starfs­hóp sem ger­ir ít­ar­lega fýsi­leika­könn­un á gerð ganga milli Heima­eyj­ar í Vestmannaeyjum og Kross í Land­eyj­um.

Þetta kem­ur fram í til­lögu til þings­álykt­un­ar um göng milli lands og Eyja en flutn­ings­menn eru Sjálf­stæðis­fólkið Ásmund­ur Friðriks­son, Páll Magnús­son, Vil­hjálm­ur Árna­son og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Sam­kvæmt til­lög­unni verða kannaðir mögu­leik­ar á gerð mis­mun­andi teg­unda ganga og kost­ir og gall­ar hverr­ar gerðar metn­ir auk þess sem unn­ar verði kostnaðar- og arðsem­isáætlan­ir. Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu með niður­stöðum eigi síðar en 1. októ­ber á næsta ári.

Seg­ir í greina­gerð vegna máls­ins að þótt Land­eyja­höfn hafi sannað sig sem mik­il sam­göngu­bót hafi sigl­ing­ar um hana ekki gengið áfalla­laust fyr­ir sig. Höfn­in hafi verið lokuð vegna sand­b­urðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hafi látið.

Fjöl­marg­ar ferðir falli niður vegna öldu­hæðar og sand­b­urðar yfir bestu sum­ar­mánuði og veld­ur óáreiðan­leiki hafn­ar­inn­ar íbú­um og at­vinnu­lífi, ekki síst ferðaþjón­ust­unni, veru­leg­um vand­ræðum og tekjutapi.

„Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjó­línu en reiknað er með að göng frá Heima­ey að Krossi í Land­eyj­um verði um 18 km,“ seg­ir enn frem­ur og því er bætt við að nú þegar liggi fyr­ir að höfn­in í Land­eyj­um standi ekki und­ir þeim vænt­ing­um að vera heils­árs­höfn.

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri greinRut og Richard í Hlöðunni
Næsta greinEinar ráðinn þjóðgarðsvörður