Rut og Richard í Hlöðunni

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 30. september kl. 15.00.

Yfirskrift tónleikanna er Belgíski fiðluskólinn en Rut stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann í Brussel. Þau leika verk eftir tónskáldin Vieuxtemps, Wieniawski og Ysaÿe sem allir kenndu við skólann og César Franck en hann var belgískur að uppruna.

Aðgangur 2000 kr. fyrir fullorðna. Kaffi í hlénu.

Tónleikarnir eru styrktir af Félagi íslenskra tónlistarmanna og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Fyrri greinTeitur með 11 í sigri á Fram
Næsta greinSkoða göng milli lands og Eyja