Prófkjör hafið hjá Pírötum

Kosning í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 í Suðurkjördæmi er hafin. Framboðsfrestur rann út klukkan 15:00 í dag og hófst kosning í kjölfarið.

Í Suðurkjördæmi er lokað prófkjör þar sem aðeins þeir skráðu Píratar sem hafa atkvæðisrétt í kjördæminu hafa atkvæðisrétt.

Tuttugu frambjóðendur eru í framboði í Suðurkjördæmi. Smári McCarthy, sem leiddi listann í síðustu kosningum, gefur kost á sér áfram, en varaþingmaðurinn Oktavía Jónsdóttir, sem skipaði annað sætið í fyrra er ekki í framboði núna.

Lista yfir frambjóðendurna má sjá hér.

Fyrri greinTap gegn lærisveinum Stefáns
Næsta grein„Gömlu mennirnir“ afgreiddu Hauka