Árborg með nýtt lið í Útsvarinu

Sveitarfélagið Árborg mun tefla fram nýju liði í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu í vetur. Árborg hefur leik þann 6. október.

Nýir liðsmenn Árborgar eru þau Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, Jakob Heimir Ingvarsson, nemi og Jóna Katrín Hilmarsdóttir, framhaldsskólakennari. Fyrsta viðureignin þeirra fer fram föstudaginn 6. október nk.

Flóahreppur tók þátt í Útsvarinu í fyrsta sinn síðastliðið föstudagskvöld og tapaði 62-33 fyrir Ísafjarðarbæ. Guðmundur Stefánsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Stefán Geirsson skipuðu lið Flóahrepps.

Fyrri greinHalda áfram að greina myndir
Næsta grein„Fer ekki vel að höggva í þann sem er veikastur fyrir“