Lögreglan kyrrsetti hestakerru

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður pallbíls með þrjá hesta í hestakerru var stöðvaður af lögreglu á Suðurlandsvegi við Djúpadal síðastliðið föstudagskvöld.

Kerran var ljóslaus með öllu og við athugun kom í ljós að hún hafði síðast verið færð til skoðunar árið 2008.

Ökumanni var fylgt með lestina á Hvolsvöll þar sem skráningarnúmer voru tekin af kerrunni og hún þar með kyrrsett.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti