Maðurinn enn á gjörgæslu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Bíll mannsins á Ölfusárbrú. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maðurinn sem kastaði sér í Ölfusá eftir að hafa ekið bíl sínum á handrið við Ölfusárbrú í síðustu viku er enn á gjörgæslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi. 

Maðurinn ók bíl sínum á vegrið norðan við Ölfusárbrú á miðvikudagskvöld í síðustu viku og endaði bifreiðin utan í handriðinu inni á brúnni. 

Maðurinn fór út úr henni og stökk í ána en var bjargað á land af björgunarsveitarmönnum skömmu síðar. Hann var þá meðvitundarlaus en björgunarsveitarmenn endurlífguðu hann áður en hann var fluttur með þyrlu á slysadeild í Reykjavík.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti