Vinnuslys í Hrunamannahreppi

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Um borð í TF-LÍF. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir vinnuslys í Hrunamannahreppi í gærkvöldi.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is klemmdist maðurinn á milli tækja þar sem hann var að vinna við þreskivél.

Vettvangshjálparlið frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum fór á vettvang ásamt sjúkrabílum frá Selfossi. 

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti