Með á þriðja kíló til eigin neyslu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fann talsvert magn af marijúana við leit í húsi í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Alls var gert upptækt á þriðja kíló af efnum.

Húsráðandi kannaðist við eiga efnin og kvaðst vera að rækta þau til eigin neyslu. Hann var kærður og látinn laus að lokinni skýrslutöku.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti