Tómstundamessa í Árborg í dag

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Íþróttahús Vallaskóla.

Í dag, fimmtudaginn 31. ágúst, stendur Sveitarfélagið Árborg fyrir svokallaðri "Tómstundamessu" í íþróttahúsi Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.

Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga í sveitarfélaginu fá þar tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir börn í grunnskólum og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra. Má þar nefna meðal annars frítímastarf skáta, björgunarsveita, tónskóla, félagsmiðstöðvar, kirkju auk þess sem fjölmargar íþróttagreinar verða kynntar.

Allir grunnskólanemendur í Árborgt sækja kynninguna á milli kl. 10 og 14 í dag en síðdegis verður opin kynning á milli kl. 15:30 og 18:30. Þar geta foreldrar og forráðamenn mætt í fylgd barna sinna. Allir eru velkomnir en börn á grunnskólaaldri sem og börnum í elstu deildum leikskóla eru sérstaklega boðin velkomin ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti