Hver keypti miðann í Hveragerði?

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image

Til Getspár hafa komið þrír af fjórum vinningshöfum sem unnu rúmlega 20 milljónir hver í Lottóútdrættinum þann 19. ágúst síðastliðinn.

Enn hefur hins vegar ekkert heyrt frá miðaeigandanum sem keypti sinn miða í Hveragerði. Miðinn var keyptur hjá Skeljungi þriðjudaginn 15. ágúst og er 10 raða seðill án Jókers.

Tölurnar voru 5 - 15 - 28 - 37 - 39 og bónustalan var 1. Gefi miðaeigandinn sig fram mun hann fá greiddar 20.343.480 krónur frá Getspá.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti