Hringtorgunum í Reykholti gefin nöfn

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Óskar Boundy við skiltið á Bjarnatorgi. Ljósmynd/Bláskógabyggð

Hringtorgin í Reykholti í Biskupstungum hafa nú fengið nöfn og voru þau kunngjörð á hátíðinni Tvær úr Tungunum á dögunum.

Efra hringtorgið fékk nafnið Bjarkartorg en það stendur m.a við Bjarkarbraut. Neðra hringtorgið fékk nafnið Bjarnatorg en það stendur við Bjarnabúð þar sem Bjarni Kristinsson er kaupmaðurinn. 

Auglýst var eftir ábendingum að nöfnum og er niðurstaðan í samræmi við innsendar tillögur. 

Skiltin eru úr heimabyggð en þau eru úr greni úr Haukadalsskógi og sá þúsundþjalasmiðurinn Óskar Boundy í Reykholti um að skera þau út.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti