Kosið milli þriggja sunnlenskra presta

Sr. Kristján Björnsson, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Axel Árnason Njarðvík verða í kjöri til vígslubiskups í Skálholti.

Þeir þrír hlutu flestar tilnefningar sem vígslubiskupsefni en 108 af 136 nýttu sér tilnefningarréttinn. Kristján hlaut 54 tilnefningar, Eiríkur 45 og Axel 35. Næstir þeim komu Jón Helgi Þórarinsson með 30 tilnefningar og Sighvatur Karlsson með níu. Alls voru 54 einstaklingar tilnefndir.

Sr. Kristján er sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, sr. Eiríkur er prestur við Háteigskirkju í Reykjavík og fyrrverandi prestur í Hruna og sr. Axel er héraðsprestur á Suðurlandi.

Vígslubiskupskjörið fer fram með póstkosningu sem hefst þann 28. september og lýkur þann 9. október.

Fyrri greinÆgir skellti Vængjunum
Næsta greinKirkjuskipan Kristjáns III og upphaf siðbreytingar á Íslandi