Þremenningar í villum við Landmannalaugar

Rétt fyrir miðnætti hóf hópur á hálendisvakt í Landmannalaugum eftirgrennslan eftir þremur erlendum konum sem voru á göngu á svæðinu í kringum Landmannaaugar.

Þær höfðu látið samferðafólk vita að þær væru villtar og orðnar kaldar.

Um miðnætti voru sveitir af Suðurlandi boðaðar út til liðsauka. Gönguhópur fann svo konurnar rétt upp úr klukkan tvö á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga.

Konurnar voru kaldar en að öðru leiti í góðu ástandi, þær fengu heitt að drekka hjá björgunarsveitarfólki og gengu svo með þeim til baka í Landmannalaugar.

Fyrri greinPerla besti varnarmaðurinn
Næsta greinKvenfélagið gaf félagsheimilinu góðar gjafir