Sjálfboðaliðar tóku til hendinni á Hvolsvelli

AFS á Íslandi, í samstarfi við regnhlífasamtök AFS í Evrópu, EFIL, stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu með yfirskriftinni „Jöfn tækifæri“ í síðustu viku. Á ráðstefnunni koma saman um 150 þátttakendur og sjálfboðaliðar úr öllum hornum Evrópu.

Hluti af ráðstefnunni fól í sér samfélagsverkefni og meðal annars sáu þátttakendur um hreinsun á íþróttavellinum á Hvolsvelli. Menningarhátíð á vegum verkefnisins var svo haldin á Hellishólum.

Hópurinn stóð sig afar vel og það var Ólafur Elí Magnússon, kennara í Hvolsskóla, sem hafði yfirumsjón með hreinsuninni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjálfboðaliðar taka til hendinni á íþróttavellinum á Hvolsvelli í sumar. Í júlí brettu skátar upp ermarnar og kantskáru völlinn og hreinsuðu torfið eftir að bæjarstarfsmenn höfðu plægt hann.

Fyrri greinÞrír göngumenn og þrír hestamenn á slysadeild
Næsta greinValur lagði Selfoss á Ragnarsmótinu