Fundu hálfklárað verk Einars í geymslu

Í síðustu viku fannst í geymslum Listasafns Einars Jónssonar hálfklárað málverk Einars, án ártals og áritunar, af stofunni í sumarhúsi hans og Önnu Jónsson í Galtafelli í Hrunamannahreppi.

Á æskuslóðum sínum í Galtafelli reisti Einar þeim sumarhús árið 1923. Hann unni bænum og sveitinni og húsið, sem nefndist Slotið, byggði Einar ofan á hlöðubás gamla fjóssins.

Nýlega varð sumarhús Einars og Önnu hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Til stendur að gera það upp og endurgera garðinn og í náinni framtíð verður á Galtafelli safn opið almenningi.

Frá þessu er greint á Facebooksíðu safnsins.

Fyrri grein„Einfalt að halda bílum fyrir utan Dyrhólaey“
Næsta greinHSK/Selfoss þrefaldur bikarmeistari