Flóahreppur keppir í Útsvarinu

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að skrá Flóahrepp til leiks í Útsvari, spurningakeppni Ríkissjónvarpsins í vetur.

Í fundargerð sveitarstjórnar er óskað eftir ábendingum frá íbúum um þrjá aðila til þess að vera fulltrúar sveitarfélagsins í keppninni.

Fyrr í vikunni var því ljóstrað upp að Gunna Dís og Hvergerðingurinn Sóli Hólm verði umsjónarmenn Útsvarsins í vetur.

Fyrri greinFátt um færi í rokinu á Selfossi
Næsta greinHefja undirbúning að hönnun Sigtúnsgarðs