Týndur maður húkkaði far með björgunarsveitarbíl

Björgunarsveitir af Suðurlandi voru boðaðar út klukkan tíu í gærkvöldi ásamt hópum af hálendisvakt í Landmannalaugum, vegna týnds ferðamanns á Heklu.

Maðurinn hafði gengið á Heklu ásamt tveimur félögum sínum fyrr í um daginn en orðið viðskila við þá. Eftirgrennslan eftir honum hafði staðið yfir í einhvern tíma en upp úr tíu hófst formleg leit að manninum.

Tæpum klukkutíma síðar fannst maðurinn á Landvegi vestan Heklu þar sem hann var að húkka far. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leitina kom manninum til móts við samferðafólk hans.

Fyrri greinSíðustu skátarnir útskrifaðir
Næsta greinLíkfundur við Hvítá