Erilsöm helgi enda gríðarlegur mannfjöldi á Suðurlandi

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nýliðin verslunarmannahelgi var erilsöm hjá lögreglunni á Suðurlandi, enda gríðarlegur fjöldi fólks sem sótti Suðurlandið heim um helgina. Alls voru 252 mál bókuð í dagbók lögreglunnar um helgina, frá 4. -7. ágúst.

Þar má helst telja að fimmtán minniháttar umferðaróhöpp voru í umdæminu, en lítil slys urðu á fólki. Alls voru 28 ökumenn voru stöðvaðir undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og 35 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar og kærðar til lögreglunnar um helgina og einnig voru tvö kynferðisbrot tilkynnt til lögreglunnar um helgina. 

Töluvert mikill mannfjöldi safnaðist saman á tjaldstæðinu á Flúðum á fjölskylduskemmtun sem þar fór fram. Mikið ónæði varð á unglingatjaldstæðinu þar og þurfti lögregla margoft að hafa afskipti af ungmennum þar. Föstudags- og laugardagskvöld voru erilsöm og þung í verkefnum fyrir lögregluna þar sem mikil ölvun var á svæðinu, en sunnudagskvöldið var rólegt þar sem stór hluti unga fólksins hafið farið heim á sunnudeginum.

Lögreglan er almennt ánægð með helgina, sem gekk vonum framar, þrátt fyrir mikinn eril, fjölda mála og fjölda fólks í umdæminu.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti