Fimm manns bjargað við Þjórsárósa

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði í kvöld fimm manns úr hraðbát sem missti vélarafl og rak að Þjórsárósum. Báturinn var á leið frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja.

Landhelgisgæslan fékk tilkynningu um bátinn um laust eftir klukkan sex í dag og var þyrla send á vettvang ásamt björgunarbátum frá Vestmannaeyjum, Eyrarbakka og Selfossi.

Fólkinu var bjargað um borð í þyrluna og flutt á Selfoss. Gaui Páls, bátur Björgunarsveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka, tók hraðbátinn í tog og er á leið með hann til Þorlákshafnar.

Fyrri greinEldur í klefa á Litla-Hrauni
Næsta greinRak frá landi á sæþotu