Fimm manns bjargað við Þjórsárósa

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði í kvöld fimm manns úr hraðbát sem missti vélarafl og rak að Þjórsárósum. Báturinn var á leið frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja.

Landhelgisgæslan fékk tilkynningu um bátinn um laust eftir klukkan sex í dag og var þyrla send á vettvang ásamt björgunarbátum frá Vestmannaeyjum, Eyrarbakka og Selfossi.

Fólkinu var bjargað um borð í þyrluna og flutt á Selfoss. Gaui Páls, bátur Björgunarsveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka, tók hraðbátinn í tog og er á leið með hann til Þorlákshafnar.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti