Leit hefst í birtingu

Björgunarsveitir af Suðurlandi hófu fyrir miðnætti eftirgrennslan eftir göngukonu sem hélt ekki ferðaáætlun sem hún hafði skilið eftir áður en hún lagði af stað í göngu á Fimmvörðuháls.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu segir að fram hafi komið upplýsingar sem kalla á það að leit hefjist á Fimmvörðuhálsi, af fullum þunga í birtingu.

Hafa björgunarsveitir verið boðaðar út í verkefnið.

Fyrri greinFyrsti sigur Hrunamanna – dramatík hjá Árborg
Næsta greinFólkið fannst í Emstruskála