Banaslys í Hvítá

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image

Skömmu eftir hádegi í dag barst lögreglu tilkynning um slys hefði orðið við flúðasiglingar á Hvítá, skammt neðan við Brúarhlöð. Reyndist þar erlendur karlmaður á áttræðisaldri hafa fallið útbyrðis.

Samferðamenn mannsins náðum honum fljótlega um borð aftur en var hann þá orðinn meðvitundarlaus. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti