Litakóða Kötlu breytt í gulan

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Þetta viðvörunarkort er gefið út af Veðurstofu Íslands og sýnir núverandi ástand eldstöðvakerfa á landinu.

Litakóða Kötlu hefur verið breytt í gult vegna jökulhlaups í Múlakvísl og skjálftaóróa á nærliggjandi jarðskjálftamælum.

Skjálftaóróinn gæti verið tengdur hlaupinu og verið að öllu óskyldur gosvirkni, þó ekki sé hægt að útiloka það á þessari stundu.

Gulur þýðir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

Skjálfti af stærð 3,0 var í Kötluöskjunni kl. 00:48 í nótt, þann 29. júlí.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti