Hlaup hafið í Múlakvísl

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Hlaup í Múlakvísl. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Jökulhlaup er hafið í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Rafleiðni jóx mjög hratt milli kl. 6 og til rúmlega 7 í morgun og toppaði í um 580 µS/cm en hefur farið hægt sígandi síðan þá.

Búast má við því að flóðið nái hámarki eftir fáeinar klukkustundir.

Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og það er mikill fnykur frá henni.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti