Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Klukkan 22:18 varð skjálfti af stærðinni 4,5 í Mýrdalsjökli. Hann fannst vel í nærliggjandi sveitum.

Þremur mínútum áður varð annar skjálfti af stærðinni 3,2 og fannst hann einnig vel í Mýrdalnum.

Frá klukkan tíu í kvöld hefur á þriðja tug minni skjálfta mælst í Mýrdalsjökli.

Sér­fræðing­ur á skjálfta­vakt Veður­stof­unn­ar segir í samtali við mbl.is að ekki sé ástæða til að hafa áhyggj­ur af skjálftunum í Kötlu í kvöld. Al­gengt sé að Katla hristi sig í júlí, þegar fer að hitna og jök­ull­inn bráðnar.

Fyrri greinÖrmagna göngumaður á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinTólf Selfyssingar í landsliðsverkefnum í sumar