Látinn eftir slys á gámasvæðinu

Ungi maðurinn sem slasaðist á gámasvæðinu á Víkurheiði á Selfossi þann 11. júlí síðast liðinn var úrskurðaður látinn í gær.

Slysið varð á miðvikudagskvöld þegar bifreið féll af tjakki með þeim afleiðingum að maðurinn, sem var að vinna undir bifreiðinni, klemmdist fastur.

Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi.

Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Fyrri greinJón Daði til Reading
Næsta greinSelfoss tryggði sér sigurinn í uppbótartíma