Á gjörgæslu eftir slys á gámasvæðinu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn slyss sem varð á gámasvæði á Víkurheiði á Selfossi í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókninni miði vel.

Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið um klukkan 21 í gærkvöldi en þar féll bifreið af tjakki með þeim afleiðingum að ungur maður sem var að vinna undir bifreiðinni klemmdist fastur.

Endurlífgunartilraunir á vettvangi báru árangur og var maðurinn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi.

Hann slasaðist alvarlega og er á gjörgæslu en frekari upplýsingar verða ekki veittar um ástand hans að svo stöddu.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti