Strandaglópar á hólma í Skaftá

Fyrr í kvöld voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út til aðstoðar hópi fólks sem voru strandaglópar á hólma í Skaftá norðan Búlands.

Einn maður hafði farið í ána en náð að komast á þurt af sjálfsdáðum. Hann var kaldur og hrakin en að öðru leiti amaði ekkert að fólkinu.

UPPFÆRT KL. 22:51: Maðurinn er komin um borð í þyrlu Landshelgisgæslunnar. Hinir úr hópnum sem voru strandaglópar annars staðar í ánni hafa verið ferjaðir með bílum björgunarsveita á þurrt og eru á leið í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri.

Fyrri greinFjallahjólakeppni um Njáluslóðir
Næsta greinHamar slátraði Ísbirninum