Tilkynnt um neyðarblys við Þorlákshöfn

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Um borð í TF-LÍF. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tilkynning barst um neyðarblys vestur af Þorlákshöfn.

Björgunarbátar frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn héldu til leitar ásamt slöngubát og vatnasleða frá Björgunarfélagi Árborgar.

Þá gengu björgunarsveitarmenn fjöruna en leitarsvæðið markaðist af berginu neðan við fiskeldisstöðina við Laxabraut og vestur að Keflavík, sem er rétt vestan við Þorlákshöfn.

Leitarmenn urðu einskis vísari og hættu leit um klukkan þrjú í nótt.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti