Rauði krossinn tekur neyðarvarnakerru í notkun

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Stjórn og starfsmaður Árnesingadeildar Rauða krossins taka við kerrunni.

Rauði krossinn í Árnessýslu hefur fjárfest í sérstakri neyðarvarnakerru sem inniheldur allan búnað sem þarf til að opna fjöldahjálparstöð fyrir 30 manns.

Kerran, sem sem staðsett verður í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, inniheldur þrjátíu svefnbedda, sextíu teppi, hreinlætisvörur, neyðarmatarpakka, stjórnendabúnað, ýmsar öryggisvörur, rafstöð og ljós, svo eitthvað sé nefnt, sem þarf til að opna og starfrækja fjöldahjálparstöð fyrstu sólarhringana.

Nýja kerran auðveldar einnig Rauða kross deildinni að opna og starfrækja fjöldahjálparstöðvar þar sem annars hefur verið erfitt,  t.d. utan hefðbundinna svæða þar sem húsnæði er ekki fyrir hendi, en þá væri meðal annars hægt að starfrækja fjöldahjálparstöð í tjaldi.

Kerran var afhent Rauða krossinum í Árnessýslu í dag og mætti stjórn Árnesingadeildar og starfsmaður til að taka við kerrunni af hendi fulltrúa Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins á Íslandi. 


Petrína Freyja Sigurðardóttir, formaður Árnesingadeildar Rauða krossins, afhendir Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra, lyklana að kerrunni en hún verður geymd í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti