Lá við stórslysi á Sólheimasandi

Áhyggjufullur vegfarandi hafði samband við lögregluna á Suðurlandi vegna háskalegrar lagningar rútu í vegkanti á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi í morgun.

Rútubílstjórinn hleypti farþegum út og sumir þeirra tóku strauið yfir veginn í veg fyrir bíla sem þar áttu leið um. Engu mátti muna að alvarlegt slys hlytist af.

Ekkert útskot var þar sem rútan var stöðvuð.

Lögreglan hvetur ökumenn hópbifreiða sem annarra og hyggja á að stöðva til að skoða fallegt umhverfi að velja örugga staði til þess og koma skýrum skilaboðum til farþega sinna um að gæta ítrustu varúðar þegar þeir yfirgefa ökutækið.

Fyrri greinTrjáleifar tímasetja Kötlugos
Næsta greinRauði krossinn tekur neyðarvarnakerru í notkun