Sveitarfélagið styrkir fjallkonuna

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Birna Jóhanna Sævarsdóttir var fjallkonan á Selfossi í ár. Ljósmynd/KS

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að gera styrktarsamning við Kvenfélag Selfoss vegna kostnaðar við fjallkonuverkefnið á 17. júní.

Kvenfélagið hefur séð um fjallkonuverkefnið í áraraðir og í beiðni til sveitarfélagsins kemur fram að kostnaður við það sé 60 þúsund krónur á ári.

Bæjarráð samþykkti erindi kvenfélagsins á fundi sínum í gær.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti