Uppboð á notuðum leiktækjum

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Ljósmynd/Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst uppboð á notuðum leiktækjum á gámasvæðinu að Víkurheiði næstkomandi föstudag.

Meðal annars er um að ræða notuð rólusett, klifurgrind og rennibraut. Leiktækin seljast í því ástandi sem þau eru og fer greiðsla fram við hamarshögg.

Svæðið opnar kl. 11 og gefst fólki þá tækifæri til þess að skoða uppboðsmunina, en uppboðið hefst svo kl. 11:30.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti