Góð veiði í fyrstu vikunni

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Axel með 11,5 punda fisk úr Grænavatni. Ljósmynd/Bryndís Magnúsdóttir

Þrátt fyrir rysjótta tíð og háa vatnsstöðu þá veiddist vel í fyrstu veiðivikunni í Veiðivötnum. Alls komu 3.532 fiskar á land, 1.083 urriðar og 2.449 bleikjur.

Langmest veiddist í Snjóölduvatni þar sem 1.814 fiskar komu á land, mest vænar bleikjur. Þyngsti fiskur vikunnar var 11,5 pund og veiddist í Grænavatni, en meðalþyngd var 1,26 pund.

Á heimasíðu Veiðivatna kemur fram að samanborið við undanfarin ár þá er þetta mjög góð byrjun á sumarvertíðinni í Veiðivötnum. 

Stangveiði í Veiðivötnum hófst sunnudaginn 18. júní og lýkur miðvikudaginn 23. ágúst. Talsvert af veiðileyfum eru laus, einkum eftir miðjan júlí.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti