Þrír garðar verðlaunaðir

Viðurkenningar fyrir fegurstu garðana í Hveragerði voru veittar í Hveragarðinum í síðustu viku. Umhverfisnefnd var falið að skoða tilnefnda garða og valdi nefndin þá þrjá fegurstu.

Í Hveragerði er að finna marga fallega og snyrtilega garða sem prýða blómabæinn og hefur Hveragerðisbær árlega veitt viðurkenningu fyrir fegurstu garðana í Hveragerði.

Garðarnir sem voru valdir eru Heiðmörk 31 í eigu hjónanna Ingibjargar Sigmundsdóttur og Hreins Kristóferssonar, Réttarheiði 24 í eigu hjónanna Elínar Brynju Hilmarsdóttur og Eyjólfs K. Kolbeins og Heiðmörk 53 í eigu hjónanna Sigríðar Elísabetar Sigmundsdóttur og Péturs Inga Frantzsonar.

Fyrri greinÞuríður aftur í Selfoss
Næsta greinGræða upp mosakrot í Litlu-Svínahlíð