„Það er eins og and­skot­inn hafi gengið frá þessu“

Sal­ern­is­bygg­ing í Dyr­hóla­ey, sem komið var upp í mars síðastliðnum, stend­ur auð. Upp­haf­lega var ráðgert að húsið yrði tekið í notk­un síðasta sum­ar en upp­setn­ing­in tafðist nokkuð.

Nú er húsið hins veg­ar kom­in á sinn stað en allt harðlæst.

mbl.is greinir frá þessu.

Verið er að færa bíla­planið á svæðinu að nýja sal­ern­inu en fram­kvæmd­in hef­ur verið sett á ís vegna fugla­varps og verður fram haldið síðla sum­ars að varpi loknu. „Það er eins og and­skot­inn hafi gengið frá þessu,“ seg­ir Bryn­dís Fann­ey Harðardótt­ir, formaður skipu­lags­nefnd­ar Mýr­dals­hrepps, í samtali við mbl.is. „Það hef­ur ekk­ert gerst í einn og hálf­an mánuð.“

Dyr­hóla­ey er friðland og mál­efni henn­ar á könnu Um­hverf­is­stofn­un­ar. Þar feng­ust þau svör að ekki væri hægt að opna sal­ern­in því eng­inn fynd­ist til að hafa um­sjón með þeim. Þá á einnig eft­ir að ganga frá pípu­lögn­um á svæðinu.

Frétt mbl.is

Fyrri greinSköpun sjálfsins í Listasafni Árnesinga
Næsta greinTíu milljón króna greiðsla finnst ekki