Ökumaðurinn heppinn að komast út úr bílnum

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Ökumaðurinn slapp heill frá þessu óhappi en bíllinn er gjörónýtur. LJósmynd/BÁ - Bjarni Daníelsson

Síðdegis í gær fengu Brunavarnir Árnessýslu tilkynningu um eld í ökutæki á Kjalvegi, rétt fyrir ofan Sandá. Ökumaður bílsins slapp með skrekkinn.

Ökumaðurinn, sem var til allrar lukku einn í bílnum, hafði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði á hvolfi utanvegar. Þegar ökumaðurinn var að koma sér út úr varð hann var við eld og var því heppinn að hafa komist út að sjálfsdáðum því fljótlega var bíllinn alelda.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Reykholti voru kallaðir á vettvang, en um 40 km eru frá slökkvistöðinni að slysstaðnum. Það var því lítið sem slökkviliðið gat gert þegar komið var á staðinn annað en að slökkva þann litla eld sem eftir var.

Ökumaðurinn slapp heill frá þessu óhappi en bíllinn er gjörónýtur.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti